Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:12 Sigurjón var blóðugur á öxlinni. AÐSEND Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig. Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig.
Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira