Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 17:28 Dýraþjónustan í Reykjavík og Matvælastofnun hafa undanfarinn mánuð tekið um fjörutíu blóðsýni af fuglum sem grunur leikur á að hafi smitast af fuglainflúensu. Reykjavíkurborg Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra. Fjöldi tilkynninga hafa borist Dýraþjónustunni vegna dauðra og veikra fugla síðustu daga. Tilfellin má hugsanlega rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni sagðist í dag ekki muna eftir álíka faraldri. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar eru borgarbúar sem verða varir við dauða eða veika fugla beðnir um að meðhöndla þá ekki heldur hafa tafarlaust samband við Dýraþjónustuna. Þá er fólk beðið um að gefa góða lýsingu á staðsetningu fuglanna og ef mögulegt er, senda myndir. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjónustutíma Dýraþjónustunnar er það beðið um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hundaeigendur haldi hundunum frá hræunum Þá tekur þjónustan undir ráðgjöf dýralækna og sérfræðinga MAST að halda heimilisköttum inni á meðan inflúensan gengur yfir. Hún sé bráðsmitandi og geti borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kettina sé mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim tilmælum beint til hundaeigenda að gæta þess að hundar þeirra fari ekki í hræ af fuglum þótt engin staðfest smit yfir í hunda séu þekkt á þessum tímapunkti. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Hundar Gæludýr Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Fjöldi tilkynninga hafa borist Dýraþjónustunni vegna dauðra og veikra fugla síðustu daga. Tilfellin má hugsanlega rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni sagðist í dag ekki muna eftir álíka faraldri. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar eru borgarbúar sem verða varir við dauða eða veika fugla beðnir um að meðhöndla þá ekki heldur hafa tafarlaust samband við Dýraþjónustuna. Þá er fólk beðið um að gefa góða lýsingu á staðsetningu fuglanna og ef mögulegt er, senda myndir. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjónustutíma Dýraþjónustunnar er það beðið um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hundaeigendur haldi hundunum frá hræunum Þá tekur þjónustan undir ráðgjöf dýralækna og sérfræðinga MAST að halda heimilisköttum inni á meðan inflúensan gengur yfir. Hún sé bráðsmitandi og geti borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kettina sé mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim tilmælum beint til hundaeigenda að gæta þess að hundar þeirra fari ekki í hræ af fuglum þótt engin staðfest smit yfir í hunda séu þekkt á þessum tímapunkti.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Hundar Gæludýr Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira