Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 16:47 Natalia Kaluzova, kona Dominik Greif, og fyrirsætan Cristina Palavra urðu fyrir áreitni á leik Mallorca og Real Madrid í Sádi-Arabíu. Instagram/@natalili.k/@tupalavra Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00
Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32