Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. janúar 2025 07:00 Jovana er hugsi yfir því hvernig samfélagsmiðlar móta veruleika venjulegs fólks. Vísir Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum. „Eins mikið og ég reyni að skilja og taka þátt í nútímasamfélagi að þá skil ekki alveg af hverju við höfum fallist á að skapa og endurskapa þessa geysimikla tæknivæðingu rýma; ástarsambönd, vinátta, kollegar, vinnan, afþreying og bara allur hverdagsleikinn okkar. Grunnþarfir Maslows eru horfnar og mörk eru óskýr.“ Þetta skrifaði Jovana til vina sinna á samfélagsmiðlinum Facebook þann 29. desember síðastliðinn. Þar tilkynnti hún þeim að frá og með 4. janúar myndi hún eyða öllum sínum samfélagsmiðlum. Hér eftir yrði að nota síma eða tölvupóst til þess að ná í hana. „Við erum flest öll í einhversskonar kapphlaupi við að uppfylla gerviþarfir efnishyggjunnar, grunnþarfir Maslows eru settar í 10.sæti og óraunhæfar kröfur eru settar á einstaklinga, fjölskyldur, hópa. Þessar óraunhæfu kröfur birtast oft í myndrænu formi á Instagram. Í þessu kapphlaupi erum við einhvernveginn allstaðar nema í nútíðinni, og uppfyllum allar þarfir nema þær mannlegu.“ Andlega heilsan farin að finna fyrir því „Ég var farin að finna fyrir því að þetta var byrjað að hafa mikil áhrif á mig og ég var farin að upplifa svona kvíða og þunglyndi,“ segir Jovana í samtali við Vísi um þessa stóru ákvörðun. Hún segist hafa lesið bók eftir geðlækninn Gabor Maté um tengsl hugans og líkamans við andlega heilsu. „Í bókum sínum og hlaðvarpsþáttum heldur hann því fram að við höfum skapað samfélag sem er algjörlega aftengt okkar grunnþörfum, þar sem mörkin á milli þess sem er raunverulegt og þess sem er það ekki eru stöðugt að vera óskýrari, þar sem það er eins og við séum stödd í Matrix í myndinni. Þar sem við erum farin að aðlaga hinn áþreifanlega raunveruleika að samfélagsmiðlum.“ Jovana nefnir þar dæmi líkt og fataval fólks, vinasambönd og ástina sjálfa sem fólk aðlagi svo það líti vel út fyrir samfélagsmiðlana. „Allt saman bara fyrir „læk“ á miðlunum. Þá fór ég að spá í hvað væri heilbrigð athygli, hvernig við hefðum alist upp og alið með okkur samúð og félagslegu tengsl. Þessi nýja veröld á samfélagsmiðlum, með þessum „lækum“ eru svo fake, þau eru svo vélræn. Þetta er eins og við séum í raun alltaf að tala við vél.“ Enginn hringir, allir senda skilaboð Jovana segist hafa verið hugsi yfir því hvernig samfélagsmiðlar séu byrjaðir að lita samskipti fólks. Mörkin á miðlunum séu auk þess óskýr og mannlegi þátturinn fyrir bí. „Gott dæmi um þetta er ef ég og vinkona mínar erum ósáttar. Ég fer í fýlu og í staðinn fyrir að biðjast afsökunar þá „lækar“ hún story-ið mitt á Instagram. Eða þegar fólk hættir í samböndum, þá í stað þesss að syrgja og stunda innri íhugun fer öll einbeitingin í að pæla hvernig viðvera þess er á miðlunum og hvernig það lítur út fyrir öðrum.“ Í dag hafi allir aðgang að öllum alltaf og henni hafi aldrei fundist það gott. „Og það er þessi mannlegi þáttur sem ég er að leitast eftir. Það er til dæmis orðið þannig að það er skrítið að hringja í einhvern. Fólk vill bara senda skilaboð. Það er bara orðið eins og það sé eitthvað ofbeldi að hringja í fólk og tala við það.“ Jovana nefnir sem dæmi um áhrifin sem samfélagsmiðlar hafi á raunveruleikann þegar margir hafi verið duglegir að deila allskonar myndböndum og öðru efni af Gasa þegar árásir Ísraela stóðu þar sem hæst. „Ég velti þeim viðbrögðum mikið fyrir mér, því að auðvitað vildi fólk leggja sitt af mörkum og vekja athygli á þessum voðaverkum. En á sama tíma þótti mér þetta líka skrítin hegðun og upplifði eins og einhver partur af okkur hafi bara upplifað þetta eins og tölvuleik. Eins og þetta væri ómennskur atburður, þar sem við veltum ekki fyrir okkur hvað við þyrftum að gera í hinum áþreifanlega veruleika, heldur hinum stafræna?“ Tilbúin í að missa af afmælum Líklega eru það ekki fréttir fyrir lesendur Vísis að flest afmælisboð, já og boð á hina ýmsu viðburði, fara nú fram á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar eru að auki svokallaðir hópar sem notaðir eru til allskonar samráðs og skipulagningar eins og í hverfum landsins. Jovana segist gera sér fulla grein fyrir því hvað felist í að missa þessi tæki úr höndunum. „Ég er búin að eyða öllu, það er no going back. Þetta er eins og að vera hinumegin í Matrixnum,“ segir Jovana og hlær. „Ég mun örugglega missa af einhverjum afmælum til að byrja með en þá þarf bara að hafa það. Helstu vinir mínir vita að ég er hætt á samfélagsmiðlum og þau verða þá bara að hringja í mig. Þetta mun örugglega taka tíma og ég missi af einhverju þá er það bara allt í lagi.“ Jovana segist lengi hafa reynt að hætta á miðlunum síðasta eina og hálfa árið, reglulega gefist upp. Hún segist nú vera að upplifa mikil fráhvörf. „Mig langar enn að kíkja í símann. Er ég að missa af einhverju? Sem ég er auðvitað ekkert að gera. Ég finn nú þegar meiri tengingu við nútímann og mómentið, það er mjög skrýtið.“ Hún segir næsta skref vera að skipta snjallsímanum út fyrir Nokia síma. „Mér finnst síminn hafa of mikið tak á mér. Ég er alltaf að kíkja á hann og til hvers?“ Samfélagsmiðlar Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Eins mikið og ég reyni að skilja og taka þátt í nútímasamfélagi að þá skil ekki alveg af hverju við höfum fallist á að skapa og endurskapa þessa geysimikla tæknivæðingu rýma; ástarsambönd, vinátta, kollegar, vinnan, afþreying og bara allur hverdagsleikinn okkar. Grunnþarfir Maslows eru horfnar og mörk eru óskýr.“ Þetta skrifaði Jovana til vina sinna á samfélagsmiðlinum Facebook þann 29. desember síðastliðinn. Þar tilkynnti hún þeim að frá og með 4. janúar myndi hún eyða öllum sínum samfélagsmiðlum. Hér eftir yrði að nota síma eða tölvupóst til þess að ná í hana. „Við erum flest öll í einhversskonar kapphlaupi við að uppfylla gerviþarfir efnishyggjunnar, grunnþarfir Maslows eru settar í 10.sæti og óraunhæfar kröfur eru settar á einstaklinga, fjölskyldur, hópa. Þessar óraunhæfu kröfur birtast oft í myndrænu formi á Instagram. Í þessu kapphlaupi erum við einhvernveginn allstaðar nema í nútíðinni, og uppfyllum allar þarfir nema þær mannlegu.“ Andlega heilsan farin að finna fyrir því „Ég var farin að finna fyrir því að þetta var byrjað að hafa mikil áhrif á mig og ég var farin að upplifa svona kvíða og þunglyndi,“ segir Jovana í samtali við Vísi um þessa stóru ákvörðun. Hún segist hafa lesið bók eftir geðlækninn Gabor Maté um tengsl hugans og líkamans við andlega heilsu. „Í bókum sínum og hlaðvarpsþáttum heldur hann því fram að við höfum skapað samfélag sem er algjörlega aftengt okkar grunnþörfum, þar sem mörkin á milli þess sem er raunverulegt og þess sem er það ekki eru stöðugt að vera óskýrari, þar sem það er eins og við séum stödd í Matrix í myndinni. Þar sem við erum farin að aðlaga hinn áþreifanlega raunveruleika að samfélagsmiðlum.“ Jovana nefnir þar dæmi líkt og fataval fólks, vinasambönd og ástina sjálfa sem fólk aðlagi svo það líti vel út fyrir samfélagsmiðlana. „Allt saman bara fyrir „læk“ á miðlunum. Þá fór ég að spá í hvað væri heilbrigð athygli, hvernig við hefðum alist upp og alið með okkur samúð og félagslegu tengsl. Þessi nýja veröld á samfélagsmiðlum, með þessum „lækum“ eru svo fake, þau eru svo vélræn. Þetta er eins og við séum í raun alltaf að tala við vél.“ Enginn hringir, allir senda skilaboð Jovana segist hafa verið hugsi yfir því hvernig samfélagsmiðlar séu byrjaðir að lita samskipti fólks. Mörkin á miðlunum séu auk þess óskýr og mannlegi þátturinn fyrir bí. „Gott dæmi um þetta er ef ég og vinkona mínar erum ósáttar. Ég fer í fýlu og í staðinn fyrir að biðjast afsökunar þá „lækar“ hún story-ið mitt á Instagram. Eða þegar fólk hættir í samböndum, þá í stað þesss að syrgja og stunda innri íhugun fer öll einbeitingin í að pæla hvernig viðvera þess er á miðlunum og hvernig það lítur út fyrir öðrum.“ Í dag hafi allir aðgang að öllum alltaf og henni hafi aldrei fundist það gott. „Og það er þessi mannlegi þáttur sem ég er að leitast eftir. Það er til dæmis orðið þannig að það er skrítið að hringja í einhvern. Fólk vill bara senda skilaboð. Það er bara orðið eins og það sé eitthvað ofbeldi að hringja í fólk og tala við það.“ Jovana nefnir sem dæmi um áhrifin sem samfélagsmiðlar hafi á raunveruleikann þegar margir hafi verið duglegir að deila allskonar myndböndum og öðru efni af Gasa þegar árásir Ísraela stóðu þar sem hæst. „Ég velti þeim viðbrögðum mikið fyrir mér, því að auðvitað vildi fólk leggja sitt af mörkum og vekja athygli á þessum voðaverkum. En á sama tíma þótti mér þetta líka skrítin hegðun og upplifði eins og einhver partur af okkur hafi bara upplifað þetta eins og tölvuleik. Eins og þetta væri ómennskur atburður, þar sem við veltum ekki fyrir okkur hvað við þyrftum að gera í hinum áþreifanlega veruleika, heldur hinum stafræna?“ Tilbúin í að missa af afmælum Líklega eru það ekki fréttir fyrir lesendur Vísis að flest afmælisboð, já og boð á hina ýmsu viðburði, fara nú fram á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar eru að auki svokallaðir hópar sem notaðir eru til allskonar samráðs og skipulagningar eins og í hverfum landsins. Jovana segist gera sér fulla grein fyrir því hvað felist í að missa þessi tæki úr höndunum. „Ég er búin að eyða öllu, það er no going back. Þetta er eins og að vera hinumegin í Matrixnum,“ segir Jovana og hlær. „Ég mun örugglega missa af einhverjum afmælum til að byrja með en þá þarf bara að hafa það. Helstu vinir mínir vita að ég er hætt á samfélagsmiðlum og þau verða þá bara að hringja í mig. Þetta mun örugglega taka tíma og ég missi af einhverju þá er það bara allt í lagi.“ Jovana segist lengi hafa reynt að hætta á miðlunum síðasta eina og hálfa árið, reglulega gefist upp. Hún segist nú vera að upplifa mikil fráhvörf. „Mig langar enn að kíkja í símann. Er ég að missa af einhverju? Sem ég er auðvitað ekkert að gera. Ég finn nú þegar meiri tengingu við nútímann og mómentið, það er mjög skrýtið.“ Hún segir næsta skref vera að skipta snjallsímanum út fyrir Nokia síma. „Mér finnst síminn hafa of mikið tak á mér. Ég er alltaf að kíkja á hann og til hvers?“
Samfélagsmiðlar Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira