Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 21:56 Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún ræddi málefni líðandi stundar í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Einar „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira