Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. desember 2024 00:16 Síðasta eldgos í Ljósufjallakerfinu er talið hafa verið í Rauðhálsum í Hnappadal í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu um bæ sem á að hafa staðið þar sem gígarnir eru núna. Vísir/Arnar Halldórsson Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. Þetta kemur fram í annál Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands, en viðfangsefni annáls dagsins eru jarðskjálftar og landris utan Svartsengis. „Á eftir umbrotunum í Svartsengi var stærsta saga ársins hin mikli vöxtur í skjálftavirkninni í Mýrafjöllum á Snæfellsnesi,“ segir í færslunni. Skjálftavirknin hafi hafist á þessum slóðum á vormánuðum 2021 en aukist margfalt þegar líða tók á árið 2024. „Skjálfti upp á 3,2 skömmu fyrir jól er stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessum slóðum. Í nokkur skipti hefur orðið vart við skammlífar óróahviður, sem er sterk vísbending um að kvika sé að leika um jarðskorpuna á töluverðu dýpi.“ Sjá einnig: Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Engar vísbendingar séu þó um að kvika sé að nálgast yfirborð og gæti virknin því frekar orsakast af kvikusöfnun á mörkum jarðskorpu og möttuls, sem valdi spennu á stóru svæði. Virknin sé að mestu á 15-20 kílómetra dýpi, en til samanburðar er kvikusöfnun grunnt undir Svartsengi talin eiga sér stað á um 3-4 km dýpi. Askja rís enn og Hofsjökull aðgerðalítill Þá kemur fram í annálnum að landris haldi áfram við Öskju eins og gert hefur frá 2021. Eitthvað hafi dregið úr hraða rissins á síðari helmingi 2023 og það jafnvel stöðvast um stund. Land hafi þó risið hæst um rúmlega hálfan metra á árinu. Landrisið er talið afleiðing kvikusöfnunar tiltölulega grunnt í jarðskorpunni. Ekki hefur gosið í Öskju frá 1961. „Önnur eldstöð sem virðist hafa vaknað til lífsins nýverið er Hofsjökull. Skjálftavirkni hefur vaxið mikið og í raun margfaldast milli ára. Yfir 100 skjálftar mældust í eldstöðinni á árinu,“ segir í færslunni. Virknin hafi tekið að aukast á árunum 2020 og 2021, en áður hafi þar vanalega mælst 5-10 skjálftar á ári. „Áhugavert er að sjá að virknin hefur vaxið mikið núna á seinni hluta ársins, líkt og virknin í Mýrafjöllum. Hofsjökull hefur verið mjög aðgerðalítill frá lokum ísaldar. Einungis 6-7 hraun í kringum Hofsjökul og engin gjóskulög hafa verið rakin til eldstöðvarinnar.“ Þá veki athygli að að allar þessar eldstöðvar, Ljósufjöll, Askja og Hofsjökull, hafi tekið að sýna nýja eða aukna virkni um svipað leyti, á árunum 2020 og 21. Eða um það leyti sem jarðhræringar og eldgos á Reykjanesskaga fóru á flug. Öflugasti skjálftinn 5,4 að stærð Fram kemur að á árinu hafi orðið nokkar breytingar á Hveradölum á Hellisheiði um mitt sumar þegar stór hver kastaði upp aur og drullu allt í kringum sig. Jarðvegsskriða hafi sömuleiðis farið af stað frá hvernum og runnið nokkra tugi metra. „Úrhellisrigningu kann að vera um að kenna, en þó hafa orðið mjög miklar breytingar á hverasvæðinu á allra síðustu árum. Hefur jarðhitinn dreift mikið úr sér og rýkur nú á fjölmörgum nýjum stöðum, beggja megin við hringveginn.“ Í október hafi orðið vart við að yfirborð hvera á Geysissvæðinu hefði lækkað og margir þeirra tekið upp á því að bullsjóða og gjósa. Óvenju mikil virkni hafi verið á svæðinu og telja megi líklegt að breytingar hafi orðið á grunnvatnsstöðu á svæðinu. Nú um jólin hafi virknin enn verið mikil og engar skýringar hafa fengist á þessum breytingum. Sjá einnig: Óvenjuleg aukin virkni við Geysi Hvað varðar aðrar eldstöðvar segir að um hundrað skjálftar, á stærð þrír eða stærri, hafi orðið á landinu öllu í ár. „Fjórir skjálftar í Bárðarbungu voru yfir fjórir að stærð - þar af tveir sem mældust 5,2 og 5,4 að stærð og voru það því langöflugustu skjálftar ársins hér á landi. Óvenju mikil skjálftavirkni var í Grímsvötnum á árinu og í byrjun árs var um tíma búist við að þar gæti tekið að gjósa í kjölfar skjálfta upp á 4,2 að stærð. Skjálftavirkni í Grímsvötnum er vanalega mjög lítil á milli eldgosa.“ Gögn yfir skjálftavirkni á árinu má nálgast í færslu Eldfjalla- og náttúruvarhóps Suðurlands hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í annál Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands, en viðfangsefni annáls dagsins eru jarðskjálftar og landris utan Svartsengis. „Á eftir umbrotunum í Svartsengi var stærsta saga ársins hin mikli vöxtur í skjálftavirkninni í Mýrafjöllum á Snæfellsnesi,“ segir í færslunni. Skjálftavirknin hafi hafist á þessum slóðum á vormánuðum 2021 en aukist margfalt þegar líða tók á árið 2024. „Skjálfti upp á 3,2 skömmu fyrir jól er stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessum slóðum. Í nokkur skipti hefur orðið vart við skammlífar óróahviður, sem er sterk vísbending um að kvika sé að leika um jarðskorpuna á töluverðu dýpi.“ Sjá einnig: Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Engar vísbendingar séu þó um að kvika sé að nálgast yfirborð og gæti virknin því frekar orsakast af kvikusöfnun á mörkum jarðskorpu og möttuls, sem valdi spennu á stóru svæði. Virknin sé að mestu á 15-20 kílómetra dýpi, en til samanburðar er kvikusöfnun grunnt undir Svartsengi talin eiga sér stað á um 3-4 km dýpi. Askja rís enn og Hofsjökull aðgerðalítill Þá kemur fram í annálnum að landris haldi áfram við Öskju eins og gert hefur frá 2021. Eitthvað hafi dregið úr hraða rissins á síðari helmingi 2023 og það jafnvel stöðvast um stund. Land hafi þó risið hæst um rúmlega hálfan metra á árinu. Landrisið er talið afleiðing kvikusöfnunar tiltölulega grunnt í jarðskorpunni. Ekki hefur gosið í Öskju frá 1961. „Önnur eldstöð sem virðist hafa vaknað til lífsins nýverið er Hofsjökull. Skjálftavirkni hefur vaxið mikið og í raun margfaldast milli ára. Yfir 100 skjálftar mældust í eldstöðinni á árinu,“ segir í færslunni. Virknin hafi tekið að aukast á árunum 2020 og 2021, en áður hafi þar vanalega mælst 5-10 skjálftar á ári. „Áhugavert er að sjá að virknin hefur vaxið mikið núna á seinni hluta ársins, líkt og virknin í Mýrafjöllum. Hofsjökull hefur verið mjög aðgerðalítill frá lokum ísaldar. Einungis 6-7 hraun í kringum Hofsjökul og engin gjóskulög hafa verið rakin til eldstöðvarinnar.“ Þá veki athygli að að allar þessar eldstöðvar, Ljósufjöll, Askja og Hofsjökull, hafi tekið að sýna nýja eða aukna virkni um svipað leyti, á árunum 2020 og 21. Eða um það leyti sem jarðhræringar og eldgos á Reykjanesskaga fóru á flug. Öflugasti skjálftinn 5,4 að stærð Fram kemur að á árinu hafi orðið nokkar breytingar á Hveradölum á Hellisheiði um mitt sumar þegar stór hver kastaði upp aur og drullu allt í kringum sig. Jarðvegsskriða hafi sömuleiðis farið af stað frá hvernum og runnið nokkra tugi metra. „Úrhellisrigningu kann að vera um að kenna, en þó hafa orðið mjög miklar breytingar á hverasvæðinu á allra síðustu árum. Hefur jarðhitinn dreift mikið úr sér og rýkur nú á fjölmörgum nýjum stöðum, beggja megin við hringveginn.“ Í október hafi orðið vart við að yfirborð hvera á Geysissvæðinu hefði lækkað og margir þeirra tekið upp á því að bullsjóða og gjósa. Óvenju mikil virkni hafi verið á svæðinu og telja megi líklegt að breytingar hafi orðið á grunnvatnsstöðu á svæðinu. Nú um jólin hafi virknin enn verið mikil og engar skýringar hafa fengist á þessum breytingum. Sjá einnig: Óvenjuleg aukin virkni við Geysi Hvað varðar aðrar eldstöðvar segir að um hundrað skjálftar, á stærð þrír eða stærri, hafi orðið á landinu öllu í ár. „Fjórir skjálftar í Bárðarbungu voru yfir fjórir að stærð - þar af tveir sem mældust 5,2 og 5,4 að stærð og voru það því langöflugustu skjálftar ársins hér á landi. Óvenju mikil skjálftavirkni var í Grímsvötnum á árinu og í byrjun árs var um tíma búist við að þar gæti tekið að gjósa í kjölfar skjálfta upp á 4,2 að stærð. Skjálftavirkni í Grímsvötnum er vanalega mjög lítil á milli eldgosa.“ Gögn yfir skjálftavirkni á árinu má nálgast í færslu Eldfjalla- og náttúruvarhóps Suðurlands hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira