Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 21:42 Paulo Fonseca var mögulega að stýra AC Milan í síðasta sinn í kvöld. Hann entist ekki út fyrri hálfleikinn. Luca Amedeo Bizzarri/Getty Images Paulo Fonseca gæti hafa verið að stýra AC Milan í síðasta sinn er liðið tók á móti Roma í ítölsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira