Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. desember 2024 19:33 Frá Súðarvíkurhlíð í dag. aðsend Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“ Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“
Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira