Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:03 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar. Getty/Gabriele Maltinti Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31
Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54