„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:43 Inga Sæland og Bjarni Benediktsson. Vísir/Viktor Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu. Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24