„Ein allra besta jólagjöfin“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í utanríkisráðuneytinu. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24