Fjórar knattspyrnukonur handteknar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 11:33 Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið. Getty/Rodrigo Valle Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins. Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024 Brasilía Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024
Brasilía Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira