Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 20:07 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mætir til Bessastaða í dag. Hún mun á morgun taka við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira