Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 16:44 Síðasti Ríkisráðsfundur Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. „Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira