„Maður mun sakna þess mjög“ Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. desember 2024 20:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira