Úlfur skoraði þrettán mörk í nítján leikjum með Duke háskólanum 2024 og tíu mörk í átján leikjum í fyrra.
Framherjinn freistar nú gæfunnar í nýliðavali MLS og samkvæmt úttekt á heimasíðu deildarinnar er hann talinn vera besti framherjinn í nýliðavalinu.
Í ársbyrjun 2022 var annar íslenskur framherji sem lék með Duke, Þorleifur Úlfarsson, valinn númer fjögur af Houston Dynamo í nýliðavali MLS. Þorleifur leikur nú með Debrecen í Ungverjalandi.
Úlfur hefur leikið 43 leiki fyrir FH í Bestu deildinni og skorað sextán mörk. Þá skoraði hann tíu mörk í tólf leikjum með Njarðvík í 2. deildinni 2022. Úlfur hefur leikið fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Auk Úlfs verður Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon með í nýliðvali MLS að þessu sinni.