Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 11:32 Freyr Alexandersson kom Kortrijk úr ómögulegri stöðu á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli, en hefur nú verið látinn fara. Getty Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk var ekki lengi að tilkynna um arftaka Freys Alexanderssonar, eftir að félagið greindi frá brottrekstri Íslendingsins í gær. Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira