Jói Pé og Króli skrifa söngleik Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2024 09:53 Jóhann Damian, Bergur Þór og Kristinn Óli sameina krafta sína við gerð söngleiks. Aðsend Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Í fréttatilkynningu segir: „Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýnd við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd. Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristinn Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhannesar Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi og hefur fengið mjög góðar viðtökur á streymisveitunni Spotify. Kristinn Óli (Króli) hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var Tóti Tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu. Bergur Þór segir að það sé ekki á hverjum degi sem ráðist sé í gerð nýs söngleiks og mikið fagnaðarefni að jafn hæfileikaríkir listamenn og Jói Pé og Króli ætli að vinna þetta með leikfélaginu. Söngleikir hafa líka farið mjög vel í Norðlendinga undanfarin ár og að hann sé ekki í vafa um að þetta samstarf verði jafn mikið ævintýri og fyrri verkefni og er handviss um að eitthvað frábært komi út úr þessu. Báðir hafa þeir tengingar norður þar sem rætur þeirra liggja og því liggur það í augum uppi að frumsýna þennan söngleik fyrir norðan. Kristinn Óli er ættaður úr Svarfaðardal og Jói Pé er ættaður frá Siglufirði.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá JóiPé og Króla flytja eitt af sínum vinsælustu lögum, Í átt að tunglinu: Leikhús Tónlist Menning Akureyri Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýnd við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd. Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristinn Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhannesar Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi og hefur fengið mjög góðar viðtökur á streymisveitunni Spotify. Kristinn Óli (Króli) hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var Tóti Tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu. Bergur Þór segir að það sé ekki á hverjum degi sem ráðist sé í gerð nýs söngleiks og mikið fagnaðarefni að jafn hæfileikaríkir listamenn og Jói Pé og Króli ætli að vinna þetta með leikfélaginu. Söngleikir hafa líka farið mjög vel í Norðlendinga undanfarin ár og að hann sé ekki í vafa um að þetta samstarf verði jafn mikið ævintýri og fyrri verkefni og er handviss um að eitthvað frábært komi út úr þessu. Báðir hafa þeir tengingar norður þar sem rætur þeirra liggja og því liggur það í augum uppi að frumsýna þennan söngleik fyrir norðan. Kristinn Óli er ættaður úr Svarfaðardal og Jói Pé er ættaður frá Siglufirði.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá JóiPé og Króla flytja eitt af sínum vinsælustu lögum, Í átt að tunglinu:
Leikhús Tónlist Menning Akureyri Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira