„Laun og kjör eru ekki það sama“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 09:07 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir mikilvægt að það séu allir að tala um það sama þegar það er verið að bera saman laun og kjör opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageira. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gott að það sé verið að ræða mun á launum og kjörum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa í einkageiranum. Það sé þó áríðandi að það hafi allir sömu gögn og séu að bera saman sömu hlutina. Umræðan sé ekki á þeim stað í dag. Það þurfi að leggja áherslu á að finna sameiginlegan stað fyrir alla til að standa á. Íris ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þessi kjör og laun hafa verið til umræðu vegna nýrrar úttektar Viðskiptaráðs um kjör opinber starfsmanna. Viðskiptaráð fullyrðir í nýrri úttekt að opinberir starfsmenn séu með 19 prósent betri kjör. Viðskiptaráð byggir þá fullyrðingu á samanburði sem þau hafa gert á kjörum opinberra starfsmanna og starfsmanna í einkageiranum. Í úttekt þeirra eru aukin réttindi opinberra starfsmanna talin jafngilda 19 prósent kauphækkun miðað við einkageirann. Sérréttindin sem þar eru undir samkvæmt Viðskiptaráði eru styttri vinnuvika, ríkari veikindaréttur, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Á vef Viðskiptaráðs segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Viðskiptaráð birti úttektina fyrir helgi. Laun og kjör ekki það sama Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM sagði í fréttum á föstudag framsetningu Viðskiptaráðs villandi og að hann byggði á forsendum sem skekkti myndina. Í grein sem hún skrifaði talaði hún meðal annars um að karlar vinni lengur en konur og að konur séu um 73 prósent þeirra sem starfi í opinbera geiranum. Þá sagði hún úttektina gerða í „áróðursskyni“. Hún ræddi þessi mál svo einnig í Bítinu á Bylgjunni í gær og sakaði Viðskiptaráð um hræsni. Sjá einnig: Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Íris segir þessa útreikninga innlegg í umræðu um samning sem gerður var árið 2016 á milli stéttarfélaga, ríkis og sveitarfélaga sem til dæmis hefur verið vísað ítrekað til í kjarabaráttu kennara. „Þegar fulltrúar ríkis og sveitarfélaga tala um þetta þá tala þau um að það hafi verið jöfnun kjara. Stéttarfélögin, eins og BHM, tala um jöfnun laun. Laun og kjör eru ekki það sama en það er það sem Viðskiptaráð er að fara af stað með. Að kjör eru líka mikils virði.“ Hún segist telja Kolbrúnu hafa skautað fullauðveldlega fram hjá umræðu um til dæmis uppsagnarverndina og að hún sé ríkari á opinberum markaði. Íris segir alveg ljóst að það sé ríkari vernd og meira starfsöryggi hjá opinberum markaði. Það hafi hún upplifað bæði sem kennari sem hún var í fimmtán ár áður en hún varð bæjarstjóri, og svo sem bæjarstjóri. „Það er erfiðara, í þessu fáu skipti sem einhver stendur sig mjög illa í vinnu, að segja honum upp ef hann er opinber starfsmaður heldur en ef hann er á almennum markaði,“ segir Íris. Þau stéttarfélög sem eru á opinberum markaði geti ekki þrætt fyrir það og það hafi verið skrítið að Kolbrún hafi skautað fram hjá því. Ekki endilega gott að jafna öll kjörin Íris segir samt alveg ljóst miðað við umræðuna að Viðskiptaráð þurfi að fara betur ofan í „þessa 19 prósent tölu“. Sjá einnig: Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Íris segist ekki endilega sammála formanni BSRB, Sonju Þorbergsdóttur, að það eigi að jafna rétt starfsmanna á opinberum markaði og í einkageira upp á við. „Ég held að þetta sé ekki sniðugt, að jafna þessi réttindi upp á við,“ segir Íris og að hún myndi frekar kjósa betri launakjör en til dæmis aukið starfsöryggi. Það sé samt mikilvægt að tryggja meira starfsöryggi á einkageira. Sem dæmi sé hægt að segja sumum sjómönnum upp með viku- eða mánaðarfyrirvara. Það þurfi einhverja leið þar sem það er meira jafnvægi. Íris segir mikilvægt að þessi umræða haldi áfram og að það verði fundinn sameiginlegur staður til að standa á þegar það er verið að meta kjör og réttindi og laun. Þessari umræðu í tengslum við kjarabaráttu kennara sé alls ekki lokið, heldur sé hún aðeins í pásu þar til í febrúar þegar verkföll hefjast að nýju ef ekki tekst að semja. Þurfa að sýna gögnin „Við erum að heyra allt aðra hluti frá Viðskiptaráði heldur en frá stéttarfélögunum,“ segir Íris og að það verði að finna einhvern stað þar sem hægt er að bera saman „epli og epli“. Íris segist ekki geta giskað á það hver munurinn er eða hvort tala viðskiptaráðs, um 19 prósent sé rétt. En að hún geti tekið undir með Kolbrúnu að Viðskiptaráð þurfi að sýna betur hvaða hópar eru að baki samanburðinum. „Það er klár munur á kjörum en til þess að geta borið þetta saman og verið marktæk þá finnst mér að Viðskiptaráð, stéttarfélögin, sambandið, ríkið, eigi að fara í þessu vinnu,“ segir Íris. Það séu til nákvæmari upplýsingar um opinbera markaðinn en það hafi ekkert upp á sig fyrir stéttarfélög starfsmanna á opinberum markaði að þræta til dæmis fyrir það að það séu betri kjör hvað varðar til dæmis uppsagnarvernd og orlofsdaga. Íris segir vont fyrir alla að það sé ekki búið að finna út úr því hvað eigi að bera saman og að það eigi að leggja áherslu á að finna þennan sameiginlega punkt. Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Bítið Tengdar fréttir Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra. 13. desember 2024 13:00 Sérréttindablinda BHM og BSRB Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. 17. desember 2024 07:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Íris ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þessi kjör og laun hafa verið til umræðu vegna nýrrar úttektar Viðskiptaráðs um kjör opinber starfsmanna. Viðskiptaráð fullyrðir í nýrri úttekt að opinberir starfsmenn séu með 19 prósent betri kjör. Viðskiptaráð byggir þá fullyrðingu á samanburði sem þau hafa gert á kjörum opinberra starfsmanna og starfsmanna í einkageiranum. Í úttekt þeirra eru aukin réttindi opinberra starfsmanna talin jafngilda 19 prósent kauphækkun miðað við einkageirann. Sérréttindin sem þar eru undir samkvæmt Viðskiptaráði eru styttri vinnuvika, ríkari veikindaréttur, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Á vef Viðskiptaráðs segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Viðskiptaráð birti úttektina fyrir helgi. Laun og kjör ekki það sama Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM sagði í fréttum á föstudag framsetningu Viðskiptaráðs villandi og að hann byggði á forsendum sem skekkti myndina. Í grein sem hún skrifaði talaði hún meðal annars um að karlar vinni lengur en konur og að konur séu um 73 prósent þeirra sem starfi í opinbera geiranum. Þá sagði hún úttektina gerða í „áróðursskyni“. Hún ræddi þessi mál svo einnig í Bítinu á Bylgjunni í gær og sakaði Viðskiptaráð um hræsni. Sjá einnig: Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Íris segir þessa útreikninga innlegg í umræðu um samning sem gerður var árið 2016 á milli stéttarfélaga, ríkis og sveitarfélaga sem til dæmis hefur verið vísað ítrekað til í kjarabaráttu kennara. „Þegar fulltrúar ríkis og sveitarfélaga tala um þetta þá tala þau um að það hafi verið jöfnun kjara. Stéttarfélögin, eins og BHM, tala um jöfnun laun. Laun og kjör eru ekki það sama en það er það sem Viðskiptaráð er að fara af stað með. Að kjör eru líka mikils virði.“ Hún segist telja Kolbrúnu hafa skautað fullauðveldlega fram hjá umræðu um til dæmis uppsagnarverndina og að hún sé ríkari á opinberum markaði. Íris segir alveg ljóst að það sé ríkari vernd og meira starfsöryggi hjá opinberum markaði. Það hafi hún upplifað bæði sem kennari sem hún var í fimmtán ár áður en hún varð bæjarstjóri, og svo sem bæjarstjóri. „Það er erfiðara, í þessu fáu skipti sem einhver stendur sig mjög illa í vinnu, að segja honum upp ef hann er opinber starfsmaður heldur en ef hann er á almennum markaði,“ segir Íris. Þau stéttarfélög sem eru á opinberum markaði geti ekki þrætt fyrir það og það hafi verið skrítið að Kolbrún hafi skautað fram hjá því. Ekki endilega gott að jafna öll kjörin Íris segir samt alveg ljóst miðað við umræðuna að Viðskiptaráð þurfi að fara betur ofan í „þessa 19 prósent tölu“. Sjá einnig: Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Íris segist ekki endilega sammála formanni BSRB, Sonju Þorbergsdóttur, að það eigi að jafna rétt starfsmanna á opinberum markaði og í einkageira upp á við. „Ég held að þetta sé ekki sniðugt, að jafna þessi réttindi upp á við,“ segir Íris og að hún myndi frekar kjósa betri launakjör en til dæmis aukið starfsöryggi. Það sé samt mikilvægt að tryggja meira starfsöryggi á einkageira. Sem dæmi sé hægt að segja sumum sjómönnum upp með viku- eða mánaðarfyrirvara. Það þurfi einhverja leið þar sem það er meira jafnvægi. Íris segir mikilvægt að þessi umræða haldi áfram og að það verði fundinn sameiginlegur staður til að standa á þegar það er verið að meta kjör og réttindi og laun. Þessari umræðu í tengslum við kjarabaráttu kennara sé alls ekki lokið, heldur sé hún aðeins í pásu þar til í febrúar þegar verkföll hefjast að nýju ef ekki tekst að semja. Þurfa að sýna gögnin „Við erum að heyra allt aðra hluti frá Viðskiptaráði heldur en frá stéttarfélögunum,“ segir Íris og að það verði að finna einhvern stað þar sem hægt er að bera saman „epli og epli“. Íris segist ekki geta giskað á það hver munurinn er eða hvort tala viðskiptaráðs, um 19 prósent sé rétt. En að hún geti tekið undir með Kolbrúnu að Viðskiptaráð þurfi að sýna betur hvaða hópar eru að baki samanburðinum. „Það er klár munur á kjörum en til þess að geta borið þetta saman og verið marktæk þá finnst mér að Viðskiptaráð, stéttarfélögin, sambandið, ríkið, eigi að fara í þessu vinnu,“ segir Íris. Það séu til nákvæmari upplýsingar um opinbera markaðinn en það hafi ekkert upp á sig fyrir stéttarfélög starfsmanna á opinberum markaði að þræta til dæmis fyrir það að það séu betri kjör hvað varðar til dæmis uppsagnarvernd og orlofsdaga. Íris segir vont fyrir alla að það sé ekki búið að finna út úr því hvað eigi að bera saman og að það eigi að leggja áherslu á að finna þennan sameiginlega punkt.
Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Bítið Tengdar fréttir Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra. 13. desember 2024 13:00 Sérréttindablinda BHM og BSRB Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. 17. desember 2024 07:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra. 13. desember 2024 13:00
Sérréttindablinda BHM og BSRB Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. 17. desember 2024 07:02