Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir og Elise Thorsnes urðu saman norskir meistarar í ár. @vifdamene Norsku meistararnir í Vålerenga fengu góðar fréttir í dag þegar lykilleikmaður liðsins ákvað að setja skóna ekki upp á hillu eins og voru einhverjar líkur á. Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Norski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene)
Norski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira