Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 16:05 Fjölmörg hús urðu fyrir miklum skemmdum og eru heilu hverfi og þorpin sögð í rúst. AP/Rainat Aliloiffa Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst. Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst.
Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34