Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:33 Lee Jae-myung er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum. Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum.
Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32