Móðir banamannsins staðfesti líkindin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 13:20 Luigi Mangione var handtekinn eftir að starfsmaður á McDonalds kannaðist við hann. AP/Benjamin B. Braun Móðir Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er að hafa ráðið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna bana, sagði lögreglu frá því að sonur hennar gæti verið sá sem leitað var að. Fjölskylda banamannsins grunaða tilkynnti lögreglu að hans væri saknað um tveimur vikum fyrir morðið. Mangione er grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana á götunni í New York þann fjórða desmember síðastliðinn. Handtekinn með hljóðdeyfða þrívíddarprentaða byssu Mangione er 26 ára gamall og hefur verið ákærður í Pennsylvaníu, þar sem hann var handtekinn fyrir skjalafals og brot á vopnalögum. Hann var tekinn með þrívíddarprentaða byssu, hljóðdeyfi og fölsuð skilríki sem hann reyndi að framvísa. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir sjálft morðið í New York-ríki og til stendur að framselja hann þangað en hann er að reyna að koma í veg fyrir það. Móðir Mangione sagði við lögreglu þegar hún tilkynnti að hans væri saknað að hún hefði síðast rætt við son sinn fyrsta júlí og að hann hefði verið að vinna í San Francisco. Í kjölfar morðsins á Brian Thompson sá lögreglumaður í San Francisco myndina sem lögreglan í New York hafði dreift af grunuðum banamanninum og þótti hann líkjast Mangione. Móðirin staðfesti líkindin Samkvæmt NBC hafði lögreglan í San Francisco þá samband við alríkislögregluna í Bandaríkjunum varðandi málið. Lögreglan í New York hafði þá samband við móður Mangione sem sagði að myndirnar af hinum grunaða gætu verið af syni sínum. Degi síðar var Luigi Mangione svo handtekinn í bænum Altoona í Pennsylvaníuríki eftir að starfsmaður á veitingastað McDonalds kannaðist við hann úr eftirlýsingum lögreglu. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fjölskylda banamannsins grunaða tilkynnti lögreglu að hans væri saknað um tveimur vikum fyrir morðið. Mangione er grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana á götunni í New York þann fjórða desmember síðastliðinn. Handtekinn með hljóðdeyfða þrívíddarprentaða byssu Mangione er 26 ára gamall og hefur verið ákærður í Pennsylvaníu, þar sem hann var handtekinn fyrir skjalafals og brot á vopnalögum. Hann var tekinn með þrívíddarprentaða byssu, hljóðdeyfi og fölsuð skilríki sem hann reyndi að framvísa. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir sjálft morðið í New York-ríki og til stendur að framselja hann þangað en hann er að reyna að koma í veg fyrir það. Móðir Mangione sagði við lögreglu þegar hún tilkynnti að hans væri saknað að hún hefði síðast rætt við son sinn fyrsta júlí og að hann hefði verið að vinna í San Francisco. Í kjölfar morðsins á Brian Thompson sá lögreglumaður í San Francisco myndina sem lögreglan í New York hafði dreift af grunuðum banamanninum og þótti hann líkjast Mangione. Móðirin staðfesti líkindin Samkvæmt NBC hafði lögreglan í San Francisco þá samband við alríkislögregluna í Bandaríkjunum varðandi málið. Lögreglan í New York hafði þá samband við móður Mangione sem sagði að myndirnar af hinum grunaða gætu verið af syni sínum. Degi síðar var Luigi Mangione svo handtekinn í bænum Altoona í Pennsylvaníuríki eftir að starfsmaður á veitingastað McDonalds kannaðist við hann úr eftirlýsingum lögreglu.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira