Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 14:32 Sædís Rún hafði miklu að fagna á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Vísir/Stöð 2 Sædís Rún Heiðarsdóttir náði þeim merka áfanga að verða bæði Noregsmeistari og bikarmeistari með félagi sínu Vålerenga á hennar fyrsta ári með norska liðinu. Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira