Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:05 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Sýrlandi eftir að al-Assad var steypt af stóli. vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“ Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28