Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 14:56 Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi og hefur umsjón innanlandsstarfs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg. Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg.
Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira