Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2024 15:03 Laufey Lín og Bjarki eru á lista yfir 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa skarað fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða. Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey. Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira
Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey.
Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira