Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2024 22:10 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, er kát með eldsneytissparnaðinn sem fylgir nýju flugvélinni fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24