Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 18:54 Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn íslenska liðsins, eins og gegn Bandaríkjunum á dögunum. Hún gerði hins vegar slæm mistök í kvöld, þegar Danir komust í 2-0. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira