Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 13:05 Garðar Már Garðarsson, sem er aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi við Ölfusá í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira