Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson hafa báðir verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið en Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fá erlendan þjálfara. Getty/Harry Murphy/Isosport & Vísir/Hulda Margét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira