Grænlenski fjölmiðillinn KNR hefur eftir lögreglu að þau særðu sé 33 ára gamall karlmaður og 36 ára gömul kona. Flogið var með þau bæði á sjúkrahús í Tasiilaq.
Pilturinn sem er grunaður um skotárásina var handtekinn um klukkan ellefu að staðartíma en tilkynning um hana barst lögreglu fyrst klukkan 6:42 í morgun. Íbúar í þorpinu voru beðnir um að halda kyrru fyrir innandyra með ljósin slökkt og byrgt fyrir glugga á meðan árásarmannsins var leitað, að sögn danska ríkisútvarpsins.
