Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Sænskir stuðningsmenn gætu margir hverjir viljað gæða sér á bjór á HM í fótbolta, komist Svíþjóð þangað. Getty/Stewart Kendall Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota. Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt. HM 2034 í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt.
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira