Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Margir hafa nýtt sér það að greiða atkvæði utankjörfundar hjá sýslumönnum. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“ Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“
Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51