Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Margir hafa nýtt sér það að greiða atkvæði utankjörfundar hjá sýslumönnum. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“ Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“
Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51