Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Heilbrigðisstarfsmenn hafa gagnrýnt þjónustuna en hún er víða í boði erlendis. Getty Mál heilbrigðisfyrirtækisins Intuens er enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu, segir í skriflegum svörum embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er hægt að veita upplýsingar um vinnslu málsins né næstu skref á meðan. Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira