„Ég mun deyja á þessari hæð“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2024 17:39 Dagur segist nú hafa það uppáskrifað að hann sé fyndinn. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins: Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins:
Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46