Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 16:09 Sólveig og Þórður Már voru sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms. Alþingi/Festir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur. Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutafé í fjárfestingafélaginu Gnúpi í aðdraganda efnahagshrunsins. Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp klukkan 15, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi verið staðfestur með vísan til forsendna hans. Niðurstaðan í héraði var sú að engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa auk þess sem allar kröfur væru hvort sem er niður fallnar fyrir tómlætis sakir. Vísir fjallaði ítarlega um dóminn á sínum tíma: Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Þúfubjargsfléttan meinta Lyfjablóm krafðist annars vegar átta hundruð milljóna króna vegna kaupa félagsins á sínum tíma á helmingi hlutafjár í einkahlutafélaginu Þúfubjargi af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Í kröfum Lyfjablóms sagði að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu Lyfjablóms hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Meint röng reikningsskil Hinn hluti kröfunnar hljóðaði upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem Lyfjablóm taldi hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir félaginu þá hafi það verið blekkt til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Í dag var greint frá því að lögregla hafi hafið rannsókn á tveimur endurskoðendum vegna meints ljúgvitnis þeirra fyrir dómi í málinu. Tíu milljónir á haus í málskostnað og 2,5 til í Landsrétti Í niðurstöðukafla dómsins sagði að hvað varðaði kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna væri skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðaði kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Nú hefur Landsréttur sem áður segir staðfest dóm héraðsdóms, með vísan til þessara forsendna, og gert félaginu að greiða Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti, hvoru um sig. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Tengdar fréttir Sýkna Sólveigar stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna. 13. september 2024 13:52 Öllum dómurum skipt út í milljarðamáli fyrrverandi ráðherra Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. 19. apríl 2024 15:12 Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. 3. febrúar 2023 12:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp klukkan 15, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi verið staðfestur með vísan til forsendna hans. Niðurstaðan í héraði var sú að engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa auk þess sem allar kröfur væru hvort sem er niður fallnar fyrir tómlætis sakir. Vísir fjallaði ítarlega um dóminn á sínum tíma: Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Þúfubjargsfléttan meinta Lyfjablóm krafðist annars vegar átta hundruð milljóna króna vegna kaupa félagsins á sínum tíma á helmingi hlutafjár í einkahlutafélaginu Þúfubjargi af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Í kröfum Lyfjablóms sagði að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu Lyfjablóms hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Meint röng reikningsskil Hinn hluti kröfunnar hljóðaði upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem Lyfjablóm taldi hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir félaginu þá hafi það verið blekkt til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Í dag var greint frá því að lögregla hafi hafið rannsókn á tveimur endurskoðendum vegna meints ljúgvitnis þeirra fyrir dómi í málinu. Tíu milljónir á haus í málskostnað og 2,5 til í Landsrétti Í niðurstöðukafla dómsins sagði að hvað varðaði kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna væri skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðaði kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Nú hefur Landsréttur sem áður segir staðfest dóm héraðsdóms, með vísan til þessara forsendna, og gert félaginu að greiða Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti, hvoru um sig.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Tengdar fréttir Sýkna Sólveigar stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna. 13. september 2024 13:52 Öllum dómurum skipt út í milljarðamáli fyrrverandi ráðherra Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. 19. apríl 2024 15:12 Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. 3. febrúar 2023 12:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Sýkna Sólveigar stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna. 13. september 2024 13:52
Öllum dómurum skipt út í milljarðamáli fyrrverandi ráðherra Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. 19. apríl 2024 15:12
Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. 3. febrúar 2023 12:06