Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Þjófar stálu verðmætum úr tveimur verslunum Elko, í Lindum og Skeifunni. Vísir/Vilhelm Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna. Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira