Tvær sviðsmyndir á kjördag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. „Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
„Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira