Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 22:01 Það er mikilvægt að bera sig rétt að í kjörklefanum vilji maður forðast að ógilda atkvæði sitt. Vísir/Vilhelm Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ. Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira