Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 17:37 Maðurinn hóf störf hjá Hagstofunni árið 2011 en var sagt upp eftir að hann leitaði uppi trúnaðarupplýsingar um samstarfsfólk sitt. Vísir/Sigurjón Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Hagstofunnar 750 þúsund krónur auk vaxta vegna uppsagnar hans frá stofnuninni árið 2015. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent