Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 14:49 Þóra Ásgeirdóttir hafði heldur betur fréttir að færa í Pallborðinu en þar upplýsti hún að ekki væru miklar breytingar í næstu könnun Maskínu, sem eru stórfréttir í sjálfu sér, nema að það væri eitthvað mikið að gerast í tengslum við Flokk fólksins. vísir/vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fékk til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí og fóru þau yfir helstu línur nú þegar tæp vika er til Alþingiskosninga. Fréttastofa mun birta glænýjar fylgistölur Maskínu á fimmtudaginn næst komandi, þær síðustu fyrir kjördag en Þóra kíkti í gögnin áður en hún mætti í Pallborðið. Ekki væru miklar breytingar í kortunum. Tíðinda að vænta af fylgi Flokks fólksins Þóra sagði að við blasti gjörbreytt landslag þar sem Samfylkingin og Viðreisn væru á miklu flugi. „Í síðustu könnun var í fyrsta skipi í langan tíma sem Samfylkingin fór upp meðan Viðreisn hefur stöðugt verið á uppleið,“ sagði Þóra en Margrét Helga, umsjónarmaður Pallborðsins, setti upp mynd af því hvernig síðasta könnun Maskínu kom út. Þóra sagði ekki mikilla breytinga á vænta í næstu könnun frá Maskínu, sem eru stórtíðindi í sjálfu sér.vísir/vilhelm „Já, ég kíkti áður en ég kom og það er ekki mikið að gerast miðað við þetta. Ég er hissa að sjá þetta en nokkrir flokkar virðast vera botnfrosnir og lítið að gerast þar. Ef það er eitthvað að gerast þá er það í kringum Flokk fólksins sem síðast stóð í tæpum níu prósentum.“ Meira vildi Þóra ekki upplýsa á þessu stigi máls. Ekki hvort Flokkur fólksins sé að rjúka upp í næstu könnun eða súnka. Inga Sæland, formaður flokksins sagði í Samtalinu að hún ætli með flokkinn upp í 15 prósent þannig að hugsanlega verður henni að ósk sinni. „Mér finnst þetta nógu miklar fréttir,“ sagði Þóra og beit í tunguna á sér þegar Margrét Helga reyndi að veiða meira uppúr henni. „Þetta er bara seigfljótandi, ekkert dramatískt að gerast annað.“ Hneykslismálin ná ekki að rugga neinum bátum Þóra vakti athygli á og taldi merkilegt, að fylgi tveggja stjórnarflokka, Vinstri grænna og svo Framsóknarflokksins, virtist botnfrosnir dansaði í kringum fimm prósenta línuna. Brynjólfur Gauti og Hulda Þórisdóttir fóru yfir kosningaspár í Pallborðinu.vísir/vilhelm Þóra var þá spurð um hneykslismál sem upp hafa komið, en hún sagði að þau virtust ekki hafa haft mikið að segja þegar litið væri til fylgismælinga. „Við sáum það ekki í gögnunum með Þórð Snæ Júlíusson, að það færi niður, þótt mikið væri um það talað. Við sáum svo sem ekkert dropp hjá Sjálfstæðisflokknum þegar þetta Jóns Gunnarssonar-mál kom upp. Og ég var heldur ekki að sjá neitt dramatískt dropp hjá Miðflokknum eftir þetta VMA mál.“ Umturnun á íslensku flokkakerfi að raungerast Eiríkur Bergmann sagði ljóst að við værum að gera alltof mikið úr slíkum málum. Umturnun á flokkakerfinu á Ísland væri að sýna sig í þessum tölum. Eiríkur Bergmann sagði allt of mikið gert úr stöku hneykslismálum í kringum kosningar, áhrif þeirra væru ofmetin.vísir/vilhelm „Vinstri græn er hluti af fjórflokknum en mælist nú stöðugt út af þingi. Þau gætu hugsanlega náð einhverjum kjördæmakjörnum en eru ekki að fara að ná yfir þennan fimm prósenta þröskuld. Þetta eru stórfréttir. Framsókn er í bullandi fallhættu líka og formaðurinn mjög ólíklega inni á þingi, það þarf kraftaverk til að ná honum inn.“ Þá benti Eiríkur á að Sjálfstæðisflokkurinn, sem borið hafi ægishjálm yfir íslensk stjórnmál, væri nú stöðugt að mælast sem þriðji stærsti flokkur landsins. Þetta væru heldur betur tíðindi. Pallborð Vísis var einstaklega fróðlegt að þessu sinni og er það aðgengilegt í heild sinni hér neðar. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Flokkur fólksins Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fékk til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí og fóru þau yfir helstu línur nú þegar tæp vika er til Alþingiskosninga. Fréttastofa mun birta glænýjar fylgistölur Maskínu á fimmtudaginn næst komandi, þær síðustu fyrir kjördag en Þóra kíkti í gögnin áður en hún mætti í Pallborðið. Ekki væru miklar breytingar í kortunum. Tíðinda að vænta af fylgi Flokks fólksins Þóra sagði að við blasti gjörbreytt landslag þar sem Samfylkingin og Viðreisn væru á miklu flugi. „Í síðustu könnun var í fyrsta skipi í langan tíma sem Samfylkingin fór upp meðan Viðreisn hefur stöðugt verið á uppleið,“ sagði Þóra en Margrét Helga, umsjónarmaður Pallborðsins, setti upp mynd af því hvernig síðasta könnun Maskínu kom út. Þóra sagði ekki mikilla breytinga á vænta í næstu könnun frá Maskínu, sem eru stórtíðindi í sjálfu sér.vísir/vilhelm „Já, ég kíkti áður en ég kom og það er ekki mikið að gerast miðað við þetta. Ég er hissa að sjá þetta en nokkrir flokkar virðast vera botnfrosnir og lítið að gerast þar. Ef það er eitthvað að gerast þá er það í kringum Flokk fólksins sem síðast stóð í tæpum níu prósentum.“ Meira vildi Þóra ekki upplýsa á þessu stigi máls. Ekki hvort Flokkur fólksins sé að rjúka upp í næstu könnun eða súnka. Inga Sæland, formaður flokksins sagði í Samtalinu að hún ætli með flokkinn upp í 15 prósent þannig að hugsanlega verður henni að ósk sinni. „Mér finnst þetta nógu miklar fréttir,“ sagði Þóra og beit í tunguna á sér þegar Margrét Helga reyndi að veiða meira uppúr henni. „Þetta er bara seigfljótandi, ekkert dramatískt að gerast annað.“ Hneykslismálin ná ekki að rugga neinum bátum Þóra vakti athygli á og taldi merkilegt, að fylgi tveggja stjórnarflokka, Vinstri grænna og svo Framsóknarflokksins, virtist botnfrosnir dansaði í kringum fimm prósenta línuna. Brynjólfur Gauti og Hulda Þórisdóttir fóru yfir kosningaspár í Pallborðinu.vísir/vilhelm Þóra var þá spurð um hneykslismál sem upp hafa komið, en hún sagði að þau virtust ekki hafa haft mikið að segja þegar litið væri til fylgismælinga. „Við sáum það ekki í gögnunum með Þórð Snæ Júlíusson, að það færi niður, þótt mikið væri um það talað. Við sáum svo sem ekkert dropp hjá Sjálfstæðisflokknum þegar þetta Jóns Gunnarssonar-mál kom upp. Og ég var heldur ekki að sjá neitt dramatískt dropp hjá Miðflokknum eftir þetta VMA mál.“ Umturnun á íslensku flokkakerfi að raungerast Eiríkur Bergmann sagði ljóst að við værum að gera alltof mikið úr slíkum málum. Umturnun á flokkakerfinu á Ísland væri að sýna sig í þessum tölum. Eiríkur Bergmann sagði allt of mikið gert úr stöku hneykslismálum í kringum kosningar, áhrif þeirra væru ofmetin.vísir/vilhelm „Vinstri græn er hluti af fjórflokknum en mælist nú stöðugt út af þingi. Þau gætu hugsanlega náð einhverjum kjördæmakjörnum en eru ekki að fara að ná yfir þennan fimm prósenta þröskuld. Þetta eru stórfréttir. Framsókn er í bullandi fallhættu líka og formaðurinn mjög ólíklega inni á þingi, það þarf kraftaverk til að ná honum inn.“ Þá benti Eiríkur á að Sjálfstæðisflokkurinn, sem borið hafi ægishjálm yfir íslensk stjórnmál, væri nú stöðugt að mælast sem þriðji stærsti flokkur landsins. Þetta væru heldur betur tíðindi. Pallborð Vísis var einstaklega fróðlegt að þessu sinni og er það aðgengilegt í heild sinni hér neðar.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Flokkur fólksins Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira