Sundhnúksgígaröðin að verða búin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 12:58 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni sem nú stendur yfir vera með þeim síðustu þar. Vísir/Einar Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira