Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 15:06 Benedikta segir alla stjórnsýslu í tengslum við þau áform að vilja troða sjókvíaeldi í Seyðisfjörð einkennast af sýndarlýðræði. vísir Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar. Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar.
Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?