„Litlar breytingar frá því í gær,“ bætir hann við.
„Hraunið rennur aðallega til vesturs, framhjá Bláa lóninu,“ segir Böðvar en það sé ekki að sjá á myndavélum eins og er að innviðir séu í hættu vegna hraunstreymisins.
Hann segir enga sérstaka skjálftavirkni í gangi og hvað varðar gosmengun þá sé spáð norðaustanátt og mengun muni þannig blása yfir Grindavík og út á sjó.
Í tilkynningu sem barst frá Veðurstofu Íslands klukkan 7.45 segir að nú gjósi á þremur stöðum í sprungunni.
Totur séu farnar að myndast úr hrauntungunni sem rennur til vesturs framhjá Bláa lóninu og þær stefna til norðurs.
„Nyrstu hrauntungurnar hreyfast hægt, en hafa dreift úr sér norðan Stóra Skógfells og skríða ofan á og meðfram hrauninu frá í ágúst. Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum.“
Fréttin hefur verið uppfærð.