Sá hvítt eftir árás með járnkarli Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 10:55 Meint árás er sögð hafa átt sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira