Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:31 Lionel Messi hefur nú lagt upp 58 mörk fyrir argentínska landsliðið, til viðbótar við að skora sjálfur 112 mörk. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi átti stóran þátt í 1-0 sigri Argentínu gegn Perú í nótt og jafnaði um leið heimsmetið yfir flestar stoðsendingar fyrir landslið karla í fótbolta. Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira