„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 21:58 Guðlaugur Victor var svekktur eftir tap kvöldsins. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. „Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
„Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki