Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:21 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Skjáskot/Stöð 2. Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Stóru línurnar í vegagerð næsta árs voru markaðar með samþykkt fjárlaga frá Alþingi í gær. Í dag kynnti innviðaráðuneytið nánari forgangssröðun þeirra 27 milljarða króna sem verja á til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærstu verkefnin eru þegar í gangi; Reykjanesbraut, Arnarnesvegur og Hornafjarðarfljót. Á morgun verður samningur um nýja Ölfusárbrú undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin. Fossvogsbrúin verður fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn en einnig strætisvagna.Vegagerðin Stærstu nýju verkútboðin verða Fossvogsbrú, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði en breikkun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum frestast. Þetta þýðir að Fossvogsbrú, sem er hluti borgarlínunnar, fer á fullt. Lokaáfanginn í Gufudalssveit verður boðinn út, með brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og sömuleiðis fer síðasti kaflinn á Dynjandisheiði í útboð. Norðaustanlands verður vegurinn um Brekknaheiði á Langanesi byggður upp milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Hér eru þó aðeins nefnd stærstu verkefnin. Því til viðbótar verður 4,3 milljörðum króna varið til margra smærri. Þannig verður 2,5 milljörðum króna varið í slitlag á sveitavegi víða um land og 500 milljónum til að fækka einbreiðum brúm. Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða bíða enn. Hins vegar er gert er ráð fyrir framlögum til undirbúnings jarðaganga á fjórum öðrum stöðum. Þetta eru Fljótagöng, ný Hvalfjarðargöng, ný Ólafsfjarðargöng og göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hér er frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Stóru línurnar í vegagerð næsta árs voru markaðar með samþykkt fjárlaga frá Alþingi í gær. Í dag kynnti innviðaráðuneytið nánari forgangssröðun þeirra 27 milljarða króna sem verja á til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærstu verkefnin eru þegar í gangi; Reykjanesbraut, Arnarnesvegur og Hornafjarðarfljót. Á morgun verður samningur um nýja Ölfusárbrú undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin. Fossvogsbrúin verður fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn en einnig strætisvagna.Vegagerðin Stærstu nýju verkútboðin verða Fossvogsbrú, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði en breikkun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum frestast. Þetta þýðir að Fossvogsbrú, sem er hluti borgarlínunnar, fer á fullt. Lokaáfanginn í Gufudalssveit verður boðinn út, með brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og sömuleiðis fer síðasti kaflinn á Dynjandisheiði í útboð. Norðaustanlands verður vegurinn um Brekknaheiði á Langanesi byggður upp milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Hér eru þó aðeins nefnd stærstu verkefnin. Því til viðbótar verður 4,3 milljörðum króna varið til margra smærri. Þannig verður 2,5 milljörðum króna varið í slitlag á sveitavegi víða um land og 500 milljónum til að fækka einbreiðum brúm. Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða bíða enn. Hins vegar er gert er ráð fyrir framlögum til undirbúnings jarðaganga á fjórum öðrum stöðum. Þetta eru Fljótagöng, ný Hvalfjarðargöng, ný Ólafsfjarðargöng og göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hér er frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01