Scholz ver símtal sitt við Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Scholz í opinberri heimsókn í Moskvu í febrúar árið 2022, rétt rúmri viku áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Vísir/EPA Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19